fbpx
frettabref-heilsubankinn-hildur

Velkomin á síðuna mína.

Hér finnurðu upplýsingar um mig og námskeiðin mín, auk annarra verkefna sem ég stend að. Fyrir utan að bjóða upp á hin ýmsu námskeið, þá er ég einnig stofnandi Heilsubankans. 

Mig langar að segja þér aðeins frá því hvernig ég komst á þann stað sem ég er stödd á í dag, heilsusöguna mína í stuttu máli, eða eins stuttu máli og maður getur sagt frá langri sögu. 🙂 

Ég heiti Hildur M. Jónsdóttir og er, jahh, hvað skal segja, – frumkvöðull, kona, móðir, leiðbeinandi, nemandi, amma, eiginkona, kafari, framkvæmdastjóri og svona get ég lengi haldið áfram – EN fyrst og fremst er ég HEILBRIGÐ OG HAMINGJUSÖM. 🙂

Þegar ég var stelpa þá spurði pabbi mig að því hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór og ég svaraði “Hamingjusöm!”  Þetta var ekki svarið sem faðir minn átti von á og þetta sló hann svolítið út af laginu og ég gleymi aldrei viðbrögðunum. Hann svaraði mér því að það væri ekki alltaf hægt að vera hamingjusamur!  Honum fannst hann eflaust vera að vernda mig fyrir vonbrigðum, en ég held ekki að hamingjan sé bundin við eitthvað ákveðið ástand eða ákveðinn áfangastað.  Ég tel það meira vera tilfinningu sem kemur með nálgun okkar á lífið. Ég tel að við getum verið hamingjusöm þrátt fyrir að við séum að ganga í gegnum erfiðleika eða þó við höfum ekki náð öllum okkar markmiðum og draumum.

En það getur hins vegar verið erfitt að finna þessa hamingjutilfinningu þegar við erum þjáð af verkjum, orkuleysi og vanlíðan.

Mér tókst að raungera þetta markmið mitt, að vera hamingjusöm, stærstan hluta lífs míns eða þangað til að ég var orðin mjög langt leidd af krónískum sjúkdómum. Þá var orðið erfitt að finna gleðitilfinninguna í brjóstinu, þrátt fyrir að allar ytri aðstæður væru á hinn besta veg.

Maðurinn minn dáðist reyndar alltaf af jákvæðni minni og hvernig mér gekk að takast á við erfiðar áskoranir sem fylgdu veikindunum, en á einhverjum tímapunkti varð ég yfirbuguð.

Þegar maður er búinn að reyna allt sem maður getur hugsað upp, til að vinna að því að líða betur, en ekkert virkar til lengri tíma, þá brotnar maður undan vonbrigðunum og vanlíðaninni. Og ég lenti á tímabili í algjöru svartnætti, þar sem ég var farin að trúa því að ég væri eingöngu öðrum til ama og trafala. Ég trúði því statt og stöðugt að heimurinn yrði betri og lífið auðveldara fyrir mína nánustu, ef ég væri ekki lengur á meðal þeirra.

Þarna var ég orðin svo slæm að ég gat í mesta lagi verið á fótum í ca tvo tíma samanlagt yfir daginn. Ég var með krónískt mígreni og þurfti oft að vera sprautuð niður við verkjum og það kom fyrir að ég þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í verkjastillingu. Ég svaf illa fyrir verkjum um allan líkama og var langt leidd af krónískri vefjagigt. Að auki hafði ég verið greind með liðagigt, of lágan blóðþrýsting, hafði verið skorin upp við blöðrumyndun á skjaldkirtli, hafði tvisvar fengið forstig krabbameins, verið með krónísk meltingarvandamál allt mitt líf og svona get ég lengi haldið áfram.

Ég hafði reynt allar leiðir sem hið hefðbundna heilbrigðiskerfi býður uppá, dvalið á öllum endurhæfingarstöðvunum, ég hafði prófað allar óhefðbundnar aðferðir og alla matarkúra sem ég hafði nokkurntíma heyrt um, hvaða nafni sem þeir nefndust.

Helstu einkenni sem höfðu hrjáð mig voru höfuðverkir, liðverkir í fingrum, úlnliðum, olnbogum, öxlum og hnjám, ég fékk reglulega sprautur í mjaðmir svo ég gæti sofið fyrir verkjum, ég fékk hjartsláttaköst reglulega og missti oft úr slög, þannig að ég þurfti að hósta til að fá hjartað af stað aftur, ég þjáðist af augnþurrki, fékk þurrkabletti í andlit, fékk kláðabletti á húð, var útsett fyrir sýkingum, þyngdist þótt ég borðaði ótrúlega holla fæðu og alls ekki mikið af henni, var með krónísk festumein í baki, og svona get ég haldið áfram endalaust, þetta er bara brotabrot af einkennunum sem ég tókst á við.

Ég hafði leitað uppi alla bestu sjúkraþjálfara landsins en þeim gekk ekkert að vinna með mig.  Allir fóru þeir af stað með æfingar- og meðferðarplön fyrir mig en að lokum enduðu þeir allir á að klappa mér bara, því líkaminn brást svo öfgafullt við öllum inngripum. Ég fölnaði upp við minnstu áreynslu þannig að mér lá við yfirliði og það tók mig oftast tvo til þrjá daga að jafna mig eftir hvern tíma og þá var komið að næsta tíma. Þannig að uppbyggingin var engin og oft færðumst við frekar í öfuga átt.

Ég barðist gegn lyfjanotkun lengstan partinn af þessu ferli en að lokum samþykkti ég að taka hvað sem var, en það gerði lítið sem ekkert. Ég svaf mögulega eitthvað betur og gat gert eitthvað aðeins meira vegna verkjalyfja, en batinn var enginn, enda er talið að sjálfsofnæmissjúkdómar séu ólæknandi.

En fyrir rúmum þremur árum síðan fór ég í uppreisn gegn þessu ástandi. Ég neitaði að sætta mig við að þetta yrði líf mitt það sem eftir væri. Ég neitaði að hlusta á það sem læknarnir voru að segja mér, að ég þyrfti bara að læra að lifa með þessu og ég neitaði að sætta mig við það að þetta væri ólæknandi og það eina sem ég gæti gert væri að taka einhver lyf til að gera líf mitt eitthvað bærilegra.

Í þessi þrjú ár hef ég tekið saman allt það sem ég hef áður reynt sjálf og farið með það lengra og dýpra, ég hef lesið milljón (kannski ekki alveg milljón) bækur, sökkt mér í rannsóknarskýrslur á netinu, verið í sambandi við lækna og sérfræðinga um allan heim og prófað mig áfram með mataræði og styrkjandi meðferðir.

Og ég hef náð þeim árangri að í dag er ég með öllu lyfjalaus, ég er verkjalaus og ég hef náð fullri orku og úthaldi. Ég er byrjuð aftur í sjúkraþjálfun og nú getur sjúkraþjálfarinn minn loksins gert sína vinnu og við erum á fullu í uppbyggingarstarfi. Ég er farin að stunda þolþjálfun og um daginn labbaði ég upp að fossinum Glym, sem er ekki auðveldasta gönguleið sem um getur. 🙂 Og það gerði ég án þess að finna fyrir þreytu á eftir, ég lagðist ekki í rúmið daginn eftir og ég fékk ekki einu sinni harðsperrur eftir gönguna!

Maðurinn minn og ástvinir mínir sem standa mér næst horfa á mig í forundran, sjá mig vinna langa vinnudaga, fara út í kraftgöngu, passa barnabarnið og hafa samt orku og úthald í að sitja með þeim á kvöldin í spjalli, ég sem var yfirleitt alltaf komin í rúmið rétt um kvöldmatarleytið.

Og hamingjutilfinningin er búin að ryðja sér til rúms á ný. Nú fæ ég gleðiköst við það að vakna úthvíld eftir sjö tíma svefn og vera verkjalaus – ég tárast úr gleði í sjúkraþjálfun þegar æfingarpúlsinn minn er eðlilegur og ég get aftur reynt á mig, ég hitna í brjóstinu við það eitt að stíga út úr húsi og sjá náttúruna skarta sínu fegursta og ég hlakka óstjórnlega til framtíðarinnar sem var oftast kvíðvænleg fyrir mig áður.

Lífið er dásamleg gjöf ef þú getur notið þess að lifa því <3

From Misery to Mastery – Reclaim Your Full Energy From Autoimmune Diseases

2-hour Online Course – 21.11.2020 at 12 PM CET / 11 AM GMT / 9 PM AEST

Please note that you have to confirm your sign up. Please add our address to info@hildurshealthmastery.com to your contacts, email address book, or whitelist it to make sure you get our confirmation email.

After signing up, we send you a confirmation email to complete the registration. If you don’t see an email in your inbox, check your spam folder. When registering, you will be added to Hildur’s mailing list and receive occasional emails with the latest news of Hildur.Online. You can unsubscribe from the mailing list at any time by selecting „unsubscribe“ at the bottom of the emails. Learn more about our privacy policy here.

After signing up, we send you a confirmation email to complete the registration. If you don’t see an email in your inbox, check your spam folder. When registering, you will be added to Hildur’s mailing list and receive occasional emails with the latest news of Hildur.Online. You can unsubscribe from the mailing list at any time by selecting „unsubscribe“ at the bottom of the emails. Learn more about our privacy policy here.

After signing up, we send you a confirmation email to complete the registration. If you don’t see an email in your inbox, check your spam folder. When registering, you will be added to Hildur’s mailing list and receive occasional emails with the latest news of Hildur.Online. You can unsubscribe from the mailing list at any time by selecting „unsubscribe“ at the bottom of the emails. Learn more about our privacy policy here.

Heilsuefling Hildar

2ja Tíma Netnámskeið – 19.09.2020 klukkan 11:00

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum.
Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja „afskrá“ neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

The selected Optin Cat form doesn't exist.

After signing up, we send you a confirmation email to complete the registration. If you don’t see an email in your inbox, check your spam folder. When registering, you will be added to Hildur’s mailing list and receive occasional emails with the latest news of Hildur.Online. You can unsubscribe from the mailing list at any time by selecting „unsubscribe“ at the bottom of the emails. Learn more about our privacy policy here.

Fréttabréf

Heilsubankinn – Heilsuefling Hildar

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja „afskrá“ neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja „afskrá“ neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja „afskrá“ neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja „afskrá“ neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.