fbpx

Þetta er það sem fyrrverandi þátttakendur námskeiðsins hafa að segja:

Hjördís Ólafsdóttir

Það er með þakklæti í huga sem ég skrifa þessar línur. Ég var svo lánsöm að sjá auglýsingu frá Hildi Jónsdóttur á Facebook í október 2018. Þar var hún að auglýsa námskeiðið sitt „ Heilbrigði og Hamingja, frá vanlíðan til velsældar“ og ég ákvað að stökkva til og taka þátt í námskeiðinu.

Ég hafði um nokkurra ára skeið verið með mjög veikan ristil og maga, verið með mjög erfitt handaexem, með mikinn stoðkerfisvanda. Ég vaknaði alltaf þreytt enda svaf ég mjög illa og fann allstaðar til, hér í dag og þar á morgun. Orkuleysið var algert, heilaþoka og almennt magnleysi einkenndi daga mína. Ég druslaðist til vinnu og reyndi að gera mitt allra besta þar en átti svo ekkert eftir þegar ég kom heim. Hafði mig ekki í að gera neitt fyrir sjálfa mig t.d. fara í sund sem ég annars elskaði.

Það er skemmst frá því að segja að þegar ég var búin að vera á námskeiðinu í þrjár vikur fór ég að finna mun á líðan minni. Ég hef farið í einu og öllu eftir því sem Hildur hefur ráðlagt mér og ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa kinnst henni því núna líður mér eins og nýslegnum túskildingi. Orkan mín er komin til baka, ég vakna á morgnana úthvíld og finn hvergi til. Ég sef betur, er miklu skýrari í kollinum og get gefið af mér bæði í vinnuni og heima. Nú ligg ég ekki lengur þar til ég fer að sofa og geri ekki neitt heldur fer ég í sund, gönguferðir og er farin að stunda yoga.

Hildur er þvílíkur hafsjór af visku um það sem við látum ofan í okkur bæði það sem er gott og slæmt. Hún fylgir okkur á námskeiðinu mjög vel eftir og passar upp á hverja og einn. Námskeiðið er afar vel upp byggt og eru tekin ný skref í hverri viku undir dyggri handleiðslu Hildar.

Þetta skrifar Hjördís Ólafsdóttir, leikskólastjóri sem er alveg í skýunum yfir að hafa endurheimt heilsu sína og er full þakklætis. Takk elsku Hildur mín fyrir að hjálpa mér. 😘

Myriam Dalstein

Hjartans þakkir enn og aftur fyrir frábært námskeið á allan hátt! Heilsan mín var komin í rúst, líðanin fór upp og niður og ef ég hefði ekki breytt lífsstílnum mínum og breytt mataræðinu, hefði líklega þunglyndi bæst ofan á allt annað. Það er í raun alls ekki furðulegt hvað það skiptir miklu máli, hvað við setjum ofan í okkur. Þvert á móti er það einfaldlega lykillinn að heilbrigðinu og þar með að vellíðaninni og lífsorkunni. Þýska máltækið, „der Mensch ist, was er isst“ („Þú ert það sem þú borðar“), er góð samantekt á ofannefndu.

Fyrir líkama sem er orðinn veikur er ekki nóg að „borða bara allt í hófi“ og „borða bara nóg af hollu“. Það þarf að fara alla leið og það er það sem við flest náum ekki ein á báti.

Námskeiðið veitir manni þann stuðningi sem einmitt vantar. Að deila áskorununum og líka árangrinum er svo mikilvægt og fyrir mig persónulega eitt sterkasta verkfærið til að halda mig við efnið og halda áfram. Það er vinna að breyta gömlum hefðum, en það er hægt og svo miklu auðveldara að gera það saman, en samt hver fyrir sig, á sínum hraða. Enginn sem skammar þig (nema þinn eigin líkami sem kvartar) ef þú svindlar, heldur mætir þér skilningur og þolinmæði og hvatning að halda áfram og góð ráð til að finna út úr þessu. Ég mæli svo sannarlega með að taka þátt á námskeiðinu sem fyrst . Lífið er núna , takk fyrir mig, Myriam.

Sigríður Pétursdóttir

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Fyrir ári síðan barðist ég við miklar bólgur í líkamanum. Hendurnar voru orðnar svo illa farnar að ég gat ekki rétt úr fingrunum eða skrúfað lok á krukku. Meltingin var í algjörum ólestri og ég átti erfitt með gang. Svefninn var slitróttur vegna verkja. Nokkru síðar var ég greind með sjálfsofnæmis sjúkdóminn liðagigt. Í júlí var yfir mér lukkustjarna þegar ég sá ég auglýsingu frá konu sem hafði fengið bata með breyttu mataræði og lífstíl, og langaði að hjálpa öðrum að ná heilsu. Ég skráði mig á námskeið hjá Hildi M. Jónsdóttur og þakka forlögunum á degi hverjum. Hálfu ári síðar er ég nánast einkennalaus, sef eins og ungbarn og byrjuð að dansa á ný. Þegar ég byrjaði á námskeiðinu hafði ég ekki of mikla trú á að það myndi hjálpa mér og fannst skelfileg tilhugsun að hætta að borða nánast allt sem mér þótti gott. En hvað gerir maður ekki þegar heilsan er að veði.

Eftir nokkrar vikur var meltingin komin í lag og það varð til þess að ég varð staðráðin í að halda þetta áfram. Smám saman minkuðu bólgur og verkir og ég var gráti nær af gleði þegar ég gat gert eitthvað nýtt, eins og að klæða mig án þess að finna til og rétta úr fingrunum. Einnig gladdi mig ósegjanlega að fylgjast með hinum á námskeiðinu verða betri af sínum sjúkdómum. Fyrir tilstilli Hildar vorum allar að eignast nýtt og betra líf. Hildur er einstakur leiðbeinandi, hafsjór af fróðleik, og hlý og skemmtileg. Hún hvatti okkur áfram eins og ungamamma þegar við áttum erfitt eða vorum að gefast upp. Hildur var vakin og sofin yfir velferð okkar og þreytist aldrei á að finna lausnir fyrir hverja og eina. Ég held ég hafi aldrei lært jafn mikið á jafn stuttum tíma. Ég verð Hildi M. Jónsdóttur ævarandi þakklát fyrir að fá annað tækifæri til að njóta lífsins með öllum sínum ævintýrum.

Sigríður Ólöf Hafsteinsdóttir

Eg fór á grunnnámskeið hjá Hildi í september og líkaði það svo vel að ég ákvað að fara á 12 vikna framhaldsnámskeið hjá henni. Þessi námskeið eru alveg frábær hjá henni. Vel skipulögð og gífurleg vinna sem liggur að baki hjá henni til að gera þetta námskeið jafn áhrifaríkt og það er.

Líðanin mín hefur breyst mikið til hins betra og ég búin að læra svo margt sem ég mun nýta mér áfram þó svo að ég muni samt aðlaga það að mínu höfði. Eg hef fengið miklu meiri orku, sofið miklu betur, minnkað mígrenilyf svo um munar. Verkir í líkamanum svo miklu minni og oftast nánast engir. Meltingin svo miklu betri og miklu minni streita.

Það er líka svo frábært hversu djúpt hún fer í allt saman, ekki eingöngu mataræðið heldur líka andlega heilsu og svo margt annað. Eg hvet alla sem eiga við heilsuvandamál að stríða að fara á námskeið hjá Hildi því þetta er eitthvað sem maður getur nýtt sér út ævina. Svo er Hildur svo frábær persóna sem vill öllum vel og er svo hress og skemmtileg.

Björg Björnsdóttir

Vinkona mín benti mér á að Hildur Jónsdóttir væri að fara af stað með námskeið um árangursríkt mataræði til að draga úr áhrifum sjálfsofnæmissjúkdóma. Ég þurfti ekki langan umhugsunartíma eftir að hafa horft á kynningarmyndbandið til að ákveða að slá til. 
Ég er búin að þróa með mér nokkra sjálfsofnæmissjúkdóma í gegnum árin sem hafa gert mér lífið leitt og valdið því að ég hef átt erfitt með vinnu og líkamlega hreyfingu síðustu ár. Það var því engu að tapa.
Ég er búin að vera á námskeiðinu hjá henni í fjóra mánuði. Ég hef bara ekki upplifað annan eins tíma í lífi mínu. Þetta er ekkert venjulegt námskeið. Maður verður að vera algerlega tilbúinn að gera stórbreytingar á lífi sínu. Þetta krefst þess að hafa opinn hug, sjálfsstjórn, staðfestu og trú á sjálfan sig. Þetta er enginn „kúr“. Þetta er breyting á lífsstíl til frambúðar.
Hildur hefur þann góða hæfileika að geta frætt, sannfært og rökstutt allt sem hún hefur fram að færa og það gefur manni trú á þessu verkefni. Hildur gefur hverjum og einum á námskeiðinu tækifæri og tíma til að tjá sig og koma á framfæri sinni líðan og gefur ráð þar af lútandi. Námskeiðið verður þar af leiðandi mjög einstaklingsmiðað. Fyrir utan þetta þá er Hildur svo hjartahlý og góð manneskja að maður mundi gera allt þó það væri bara fyrir hana. 😂😂 Eftir þessa fjóra mánuði með breyttu mataræði, tiltekt á umhverfisþáttum og andlegri heilsueflingu hefur mér tekist að draga stórkostlega úr öllum einkennum sjálfsofnæma sem ég hef haft í tugi ára og er full orku í lífi og starfi. Framtíðin er björt. 😄

Íris Anna Steinarrsdóttir

Hæ hæ Hildur. Námskeiðið þitt hefur algjörlega bjargað lífi mínu. ❤️ Það að fá alla orkuna mína til baka, nennuna og JÁ-ið er algjörlega ómetanlegt. Þetta smitar alla fjölskylduna og það hafa allir gott af þessu, þ.e.a.s. að mamma hafi farið að hugsa um sig og náð jafnvæginu aftur. Ég mæli heilshugar með þessu námskeiði við alla sem spyrja mig og sjá hversu vel manni líður á líkama og sál. ❤️ Ég ætla að halda áfram (á prógramminu) það sem eftir er því svona á að lifa lífinu, verkja laus. ❤️ Takk fyrir mig ❤️

Ásta Gunna Kristjánsdóttir

Námskeiðið er í alla staði frábært, gott utanumhald og mikil fræðsla. Námskeiðið hefur hreinlega breytt lífi mínu til hins betra, það er nú svo einfalt. Ég er orðin lyfjalaus , verkjalaus og full af orku – hvað getur maður beðið um meira. Takk fyrir mig. 😍😘

Sigrún Baldvinsdóttir

Ég mæli alveg hiklaust með þessu námskeiði. Hildur er afar fróð um allt sem kemur að hollustu og næringu fyrir líkama og sál. Einstaklingurinn fær alla þá aðstoð sem hann þarf, þó þetta sé hópnámskeið. Mín bætta heilsa segir allt sem segja þarf.

Svanhvít Vatnsdal Jóhannsdóttir

Takk kæra Hildur fyrir vel skipulagt, fróðlegt, heilsteypt og heilsubætandi námsskeið. Sýnikennslan var gagnleg, sem og að geta sent þér spurningar og fá skýr svör til baka, jafningjastuðningurinn skipti miklu máli. Takk fyrir að hvatningu, stuðning, umhyggju, óendanlega þolinmæði og þitt blíða bros. Gangi þér allt í haginn – kv Svanhvít

Fleiri námskeiðsmenn:

Jóhanna Sigurjónsdóttir

Ég var svo heppin að svilkona mín hafði samband við mig í september og sagði mér frá námskeiðinu. Ég ákvað að stökkva til og taka þátt þrátt fyrir að mér fyndist ég ekki hafa mikla þörf fyrir það, taldi mig bara þó nokkuð heilbrigða. Það er skemmst frá því að segja að ég hef upplifað margar jákvæðar breytingar og losnað við ýmislegt sem hefur plagað mig í mörg ár. Ég er enn að finna fyrir breytingum og tími ekki að hætta á prógramminu því ég er svo spennt að sjá hvort áframhald verður á batanum. Mér finnst eins og ég hafi fengið stóran happdrættisvinning, ég svíf á dúnmjúku skýi og líður eins og ég sé 30 árum yngri. Hildur er geislandi af smitandi orku, frábær kennari sem er þolinmóð og óþreytandi að útskýra flókna hluti á einfaldan hátt. Námsefnið er fullt af fróðleik og eftirfylgni hennar með hverjum einstakling er ómetanleg. Ég óska þess að sem flestir fái að kynnast prógramminu, upplifa bætta heilsu, betri líðan og meiri hamingju. Elsku Hildur: Takk kærlega fyrir mig og takk fyrir að halda svona vel utan um okkur í hópnum okkar!

Guðný Pálína Sæmundsdóttir
Ég mæli með námskeiðinu hennar Hildar fyrir alla þá sem hafa áhuga á að bæta heilsufar sitt og eru tilbúnir að leggja á sig þá vinnu sem þarf. Námskeiðið getur líka nýst þeim sem langar að kynna sér hvað ákveðið mataræði getur gert fyrir fólk, heilsufarslega séð. Ég hafði verið með lélega meltingu síðustu 2-3 mánuði fyrir námskeiðið, var alltaf uppþemd og leið illa eftir mat sama hvað ég borðaði, en eftir að hafa borðað samkvæmt prógramminu í 2-3 vikur var meltingin komin í lag. Ég vonast til þess að fá aukna orku í framhaldinu.
Ingibjörg Ösp Kennari
Miklu minni verkir og ekkert mígreni.. og 6 kg hurfu á 4 vikum! trúi þessu varla sjálf! Góður stuðningur, hugmyndir og fræðsla. Hildur er alveg frábær, kemur efninu vel frá sér og ég á auðvelt að tengja við það sem hún hefur gengið í gengum sem ég held að hjálpi mér í minni vegferð að mínum bata.. þúsund þakkir fyrir mig 🙂
Sigríður Einarsdóttir
Ég hef leitað lengi að hjálp við að ná tökum á illvígri vefjagigt, en fengið þau svör að ekkert sé unnt að gera. Þegar ég komst í samband við Hildi og sá hvaða árangri hún hefur náð í sinni baráttu fylltist ég þakklæti, von og gleði! Loksins hef ég fundið leið til að feta mig eftir og er full af eftirvæntingu og von um betri framtíð og meiri lífsgæði. Námskeiðið er skýrt og skipulagt, uppsett í hæfilegum þrepum, útskýringar góðar og auðvelt að fá svör við öllum þeim spurningum sem upp koma.
Sigurlaug Guðmundsdóttir
Hildur er frábær leiðbeinandi. Hún hefur djúpa þekkingu og reynslu af verkefninu og hefur greinilega farið víða til að afla sér sérhæfðar þekkingar. Námskeiðið er vel skipulagt og stuðningur Hildar ómetanlegur.
Guðbjörg Ása Gylfadóttir
Frábært námskeið sem vekur mann til umhugsunar á því hversu illa slæmt mataræði fer með líkama og sál. Laus við liðverki, migreni og 7,5 kg 🙂 Hildur er full af fróðleik og frábær leiðbeinandi, ég mæli 100 % með námskeiðinu.

Árangur

 • Laus við mígreni, farin að finna aukna orku og líður betur en í mörg ár
 • Bjúgur að hverfa
 • Laus við síþreytu
 • Finn fyrir meiri orku
 • Þreytan horfin, þarf ekki lengur að leggja mig á daginn
 • Heilaþokan er að hverfa
 • Farin að finna meiri kraft og aukna orku
 • Ekkert mígreni
 • Engin heilaþoka
 • Liðagigtin hefur snar minnkað
 • Ég finn ekki lengur fyrir taugaverkjum
 • Orkan farin að færast upp á við
 • Heilaþokunni hefur létt
 • Engir verkir í fótleggjum lengur
 • Meltingin er komin í lag
 • Meltingin betri en hún hefur verið í áratugi
 • Laus við liðverki
 • Búin að losna við 7,5 kíló
 • Miklu minni verkir
 • Fólk er farið að hafa orð á því hvað ég líti vel út
 • Taugakippirnir eru nær horfnir
 • 6 kíló farin á 4 vikum án þess að svelta mig

From Misery to Mastery – Reclaim Your Full Energy From Autoimmune Diseases

2-hour Online Course – 21.11.2020 at 12 PM CET / 11 AM GMT / 9 PM AEST

Please note that you have to confirm your sign up. Please add our address to info@hildurshealthmastery.com to your contacts, email address book, or whitelist it to make sure you get our confirmation email.

After signing up, we send you a confirmation email to complete the registration. If you don’t see an email in your inbox, check your spam folder. When registering, you will be added to Hildur’s mailing list and receive occasional emails with the latest news of Hildur.Online. You can unsubscribe from the mailing list at any time by selecting „unsubscribe“ at the bottom of the emails. Learn more about our privacy policy here.

After signing up, we send you a confirmation email to complete the registration. If you don’t see an email in your inbox, check your spam folder. When registering, you will be added to Hildur’s mailing list and receive occasional emails with the latest news of Hildur.Online. You can unsubscribe from the mailing list at any time by selecting „unsubscribe“ at the bottom of the emails. Learn more about our privacy policy here.

After signing up, we send you a confirmation email to complete the registration. If you don’t see an email in your inbox, check your spam folder. When registering, you will be added to Hildur’s mailing list and receive occasional emails with the latest news of Hildur.Online. You can unsubscribe from the mailing list at any time by selecting „unsubscribe“ at the bottom of the emails. Learn more about our privacy policy here.

Heilsuefling Hildar

2ja Tíma Netnámskeið – 19.09.2020 klukkan 11:00

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum.
Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja „afskrá“ neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

The selected Optin Cat form doesn't exist.

After signing up, we send you a confirmation email to complete the registration. If you don’t see an email in your inbox, check your spam folder. When registering, you will be added to Hildur’s mailing list and receive occasional emails with the latest news of Hildur.Online. You can unsubscribe from the mailing list at any time by selecting „unsubscribe“ at the bottom of the emails. Learn more about our privacy policy here.

Fréttabréf

Heilsubankinn – Heilsuefling Hildar

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja „afskrá“ neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja „afskrá“ neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja „afskrá“ neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja „afskrá“ neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.